Tæknifeilar og misnotuð mark tækifæri varð Stjörnumönnum að falli í Olísdeildinni í kvöld á móti Selfossi. Leikurinn var í járnum allan tímann, Selfoss byrjaði betur og leiddi þetta með 1 til 3 mörkum allan fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 16 – 14 fyrir Selfossi. Eins og svo oft áður þá var það Tandri sem bar þetta lið á herðum sér, Starri var góður og einnig Adam í markinu með 13 bolta varða.

Starri setti 7 mörk og Tandri með 6 og aðrir minna, Pétur Árni fór út af snemma í seinni hálleik vegna meiðsla, það vantaði Óla Bjarka og Hafþór Vigni, en hann er handbrotinn.

Það var sár grætilegt að tapa þessum leik þegar menn voru búnir að vinna þokkalega vel á síðustu mínútu leiksins og jafna leikinn 28 – 28, en Selfoss setti síðasta markið og lítill tími eftir.

Það verður nú að segjast að það voru nokkrir skrýtnir dómar í þessum leik , sérstaklega þegar dómari bendir á vítapunktinn og dæmir viti og breytir svo, og dæmir aukakast alveg óskiljanlegt.

Þetta féll ekki fyrir Stjörnumenn að þessu sinni, aragrúi af dauðafærum sem fór í súginn, sem gerði gæfumuninn að þessu sinni, en þá er það bara næsta verkefni sem er í TM höllinni á föstudaginn 5 mars á móti Gróttu.