Stjarnan lagði Tindastól í hörkuleik á Samsung vellinum í dag 3 – 1 voru lokatölur í knattspyrnu.

Tindastóll byrjaði betur og skoruðu fyrsta markið í leiknum á 39. mín leiksins, og var þar að verki Jacqueline Altschuld og var það staðan í hálfleik.

Stjörnustelpur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 50. mín það gerði Snædís María Jörundsdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir koma Stjörnustúlkum yfir á 67 mín. og svo var það Betsy Hassett sem tryggði öruggan sigur 3 – 1 á 75 mín.

Stjarnan er með 3 stig í fjórða sæti í ríðlinum.