Stjörnumenn fara norður á Akureyri í dag og spila við Þór í Olísdeild karla, leikurinn hefst kl 18.30 og verður væntanlega sýndur hér á Þór TV.

Það má búast við hörku leik, þar sem að bæði lið unnu í síðustu umferð, Þór vann Gróttu 18 – 17 í spennandi leik á Akureyri, en Stjarnan vann sannfærandi lið Vals 27 – 35 í Origo höllinni.

Það hefur verið mikill stígandi í liði Stjörnunnar í undaförnum leikjum, Stjarnan er í 8 sæti, en Þór er í 11 sæti.

Sendum liðinu góða strauma, með von um sigur í dag. Áfram Stjarnan