Stjörnumenn fóru norður í dag og öttu kappi við Þór í olísdeild karla, það er skemmst frá því að segja að þetta var góður leikur af hálfu Stjörnumann fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, þá leiddi Þór 4 – 1, Patrekur þjálfari tók leikhlé og skipti út og breytti, þá fóru hlutirnir að ganga og Stjörnumenn unni sig hægt og bítandi inn í leikinn.

Staðan í hálfleik var 8- 12 fyrir Stjörnuna, góð dreifing var á marka skori hjá Stjörnunni, og var Ólafur Bjarki og Tandri með 5 mörk hvor, Björgvin og Leo með 4 hvor, Adam varði 13 bolta og samkvæmt tölfræði HB Staz var það 52 % sem er mjög gott.

Leikurinn endaði 20 – 27 fyrir Stjörnuna

Brynjar Hólm var að spila á móti sínum gömlu félögum og stóð sig alveg með prýði bæði í vörn og sók.

Þegar um það bil 10 m ín voru eftir þá breytti Patrekur liðinu og leyfði nánast öllum að spil og þá var staðan 12 – 22 og Stjörnumenn slökuðu á síðustu mínúturnar.

Stjarnan er komin með 11 stig og er í 5 – 6 sæti í deildinni eins og er, en það getur breyst, margir leikir í gangi þessa stundina sem geta breytt þeirri stöðu

Frábær sigur í dag, sigur liðsheildar og vonandi að það verði áframhald á þessu þokkalega gengi áfram, Stjarnan fer í Safamýrina næst.

Hægt er að sjá tölfræði hér úr leiknum.