Mannleg misstök!

Það verður nú að segjast eins og er, að leikurinn í gær hjá Stjörnunni og Þór – KA í Olísdeild kvenna var leikur mistaka frá upphafi til enda og verður fróðlegt að fylgjast með hver málalok verða í þessu leiðinda máli.

Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir KA – Þór, og áttu Stjörnustúlkur lítið í þær í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikur var allt annar hjá Stjörnukonum, en það sem stendur upp úr eru þau mistök sem verða að flokkast undir mannleg misstök, þegar ritaraborðið setur inn auka mark á KA – Þór og var staðan í hálleik 12 – 18 en hefði átt að vera 12 – 17.

Það var www.handbolti.is sem vakti athygli á þessu í frétta hjá sér, sem má sjá hér

Þetta er hið leiðinlegasta mál í alla staði, en þetta er að gerast annan leikinn í röð í TM höllinni, þetta gerðist í leik Stjórnunar og FH í Olísdeild karla um daginn, en þá voru menn vakandi og leiðréttu þetta í hálfleik.

Þetta var ekki eina atvikið sem einkenndi þennan  leik, klukkan fraus í upphafi seinni hálfleiks og eftir töluverðar tafir á leiknum, þá var brugðið á það ráð að taka fram gömlu flettispjöldin og skeiðklukkan notuð, því gerðist það að enginn vissi hvað væri mikið eftir þegar Stjarnan fór í loka sóknina, þar sem þær skutu í stöng og leikurinn úti.

Nú er Stjarnan búin að kæra framkvæmd leiksins ! sjá hér. Og verður mjög svo fróðlegt að sjá hvernig þetta mál endar, því dómarar leiksins eru búnir að kvitta undir skýrsluna, og geri ég ekki ráð fyrir að úrslitum verði breytt, þetta verður flokkað undir mannlega mistök væntanlega.

Við hjá www.210tv.is streymdum leiknum og má sjá hann hér