Við hjá www.210tv.is munum starta með trukki og dýfu núna um mánaðarmótin, vefurinn hefur legið niðri af stórum hluta í vetur vegna tímaskorts og annara ástæðna, en við ætlum okkur stóra hluti í vetur með umfjöllun og fréttum úr Garðabænum.

Við ætlum að halda áfram með beinar útsendingar frá íþróttakappleikjum, ætlum okkur að vera gagnrýnin og upplýsandi í samfélaginu á jákvæðan hátt.

Nú á þessum tímum sem við erum að ganga í gegnum með þessa veiru, þá er aldrei meiri þörf á fréttum og  upplýsingum til fólks.

Við leitum að fólki til að skrifa fréttir, ert þú þokkalegur penni, ert með ríkt hugmyndaflug, hefur gaman að því að skrifa, taka viðtöl og hefur góðan húmor ! þá leitum við að þér !

Endilega vertu í sambandi ef þú hefur áhuga á að spreyta þig á skrifum.

Þú mátt senda á info@210tv.is – trúnaði heitið