Hlyn Bæringsson þarf ekki að kynna fyrir körfuboltafjölskyldunni. Hlynur er margreyndur landsliðsmaður sem hefur undanfarin ár haslað sér völl sem metnaðarfullur yngri flokka þjálfari hjá Stjörnunni og tekur nú við sem yfirþjálfari yngri flokka.Berry Timmermans sem verið hefur yfirþjálfari undanfarin ár hefur tekið að sér nýtt hlutverk sem verkefnisstjóri á skrifstofu Stjörnunnar og mun þar með áfram taka þátt í starfsemi körfuknattleiksdeildar ásamt annarra deilda félagsins. Körfuboltinn í Stjörnunni hefur vaxið og dafnað undanfarin ár undir styrkri leiðsögn Berrys. Iðkendur eru nú yfir 400 talsins og er deildin ein stærsta, ef ekki stærsta, körfuboltadeildin á landinu.Ánægjulegt er að segja frá því að stelpum í körfu í Stjörnunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur Hlynur leikið lykilhlutverk í eflingu stelpukörfu í Garðabænum. Áfram verður sérstök áhersla á að efla okkar stelpustarf í vetur og eru stelpur sérstaklega hvattar til að bætast í hópinn.Stjarnan er stolt af því að fá Hlyn ennþá sterkar inn í starfið og hefur trú á því að hann muni leiða faglegt og metnaðarfullt barna- og unglingastarf körfuboltans á enn hærra plan.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem Stjarnan sýnir mér í þessu nýja hlutverki. Ég hef mikinn metnað fyrir öflugri og faglegri körfuboltaþjálfun. Ég hlakka til að setja mitt mark enn frekar á starf deildarinnar og efla körfu í Garðabænum og sjá okkar krakka eflast og dafna sem efnilega körfuboltakappa og framúrskarandi einstaklinga“.-Hlynur Bæringsson, yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar segir Hlynur

Frétt tekin af facebook síðu Stjörnunnar