Einar Friðrik Hólmgeirsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson hafa gengið í Stjörnuna og munu klæðast fagurbláa búningnum næstu 2 árin.Einar Hólmgeirsson verður aðstoðarþjálfari hjá Patreki og mun einnig sinna styrktarþjálfun, enda fullmenntaður í þeim fræðum. Einar „grjótkastarinn“ var áberandi í íslenska landsliðinu hér fyrr á árum og var þekktur fyrir einstaka skothörku. Hann lék lengi í þýsku Bundesligunni með Grossvallstadt, Flensburg, Magdeburg og fleiri liðum. Hann var leikmaður hjá Stjörnunni 2013-2014 og þekkir því gólfið vel í TM Höllinni.Björgvin Hólmgeirsson var til margra ára einn besti leikmaður Olísdeildarinnar og hefur í nokkur skipti verið markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar ásamt því að vera valinn besti og verðmætasti leikmaður Íslandsmótsins. Björgvin er uppalinn ÍR-ingur eins og sá eldri, en spilaði þó með Stjörnunni 2007-2009, Haukum 2009 – 2011 og í Þýskalandi 2012. Árið 2015 skellti Björgvin sér til Dúbaí og spilaði þar í tvö ár með Al Wasl.Þeir sem þekkja til þeirra bræðra segja sömu sögu, metnaðarfullir öðlingar. Einstök genablanda og gott uppeldi hefur skilað þeim í fremstu röð handboltamanna sem þjóðin hefur alið af sér. Toppmenn komnir (aftur) í toppklúbbinn. Spennið beltin! 🏆 Fyrsti leikur verður 11. september.

Frétt tekin af facebook síðu Stjörnunnar