Það verður nú að segjast að ég hef alltaf haft trúa á mínu liði, en að taka meistaranna með 13 marka mun í leik þar sem að það er allt eða ekkert  undir, er nú eins og góða lygasaga.

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessum leik með orðum, því skora ég fólk á að horfa á leikinn hér á www.210tv.is undir sjónvarp https://210tv.is/sjonvarp/ .

Allt liðið spilaði vel, leikurinn vel upplagður af Rúnari þjálfara og þar fór fremstur í flokki Brynjar Darri Baldursson markmaður, með yfir 50 % markvörslu, og mikið af því úr dauðafærum og hraðupphlaupum.

Það var mjög ánægjulegt að sjá Bjarka Má aftur á parketinu, eftir langvarandi meiðsli, en Bjarki fór í aðgerð í maí í fyrra.

Það er óskandi að þetta sé komið til að vera, þessi sigur ætti að gefa stjörnumönnum smá kik upp á framhaldið, bæði í bikarnum og svo í deildinni, en næsti leikur  er á laugadaginn á móti HK í Kórnum.

Final 4 helgin er í mars, og byrjar fimmtudaginn 5 mars, þá er spilað fimmtudag og svo laugardag úrslitaleikur.