Seinni leikur kvöldsins var þegar karlalið sömu félaga mættust, Íbv átti ekki roð í Stjörnumenn, leikurinn var í miklu jafnræði fyrsti 10 mínútur, en síðan tóku Stjörnumenn öll völd á vellinum, og er langt síðan að Stjarnan hefur spilað jafngóðann leik, staðan í hálfleik var 16-10 Stjörnunni í vil, og var liðið að spila glimmrandi góðann bolta, þar sem nánast allt gekk upp, góða vörn og góður sóknaleikur, með Ólaf Rafn í stuði í markinu fyrir aftann.

Síðusti leikir Stjörnunnar gáfu ekki tilefni til að vera bjartsýnn með seinni hálfleikinn, en viti menn allt gekk upp, þar sem Stjörnumenn voru mjög beittir og áttu svör við öll sem eyjamenn komu með, um miðjan síðari hálfleik gerðu eyjamenn tilraun til að koma með áhlaup, og náðu að minka muninn niður í 2 mörk, en hingað og ekki lengra sögðu Stjörnumenn, og skeltu aftur í lás með vörnina og Óli fór á kostum í markinu…öruggur sigur Stjörnumann í þessum leik 31-25.

Klárlega sigur liðsheildar, menn að koma inn á með gott framlag , en það verður að nefna einn leikmann Tandra Má Konráðsson, geggjaður leikmaður bæði í vörn og sókn og hann skoraði 8 mörk, Leo Snær og Ari magnús með 7 hvor og Óli með 14 varða bolta, og nokkra maður á móti manni.

Heilt yfir langbesti leikur Stjörnumanna á þessu tímabili, og vonandi að það verði framhald á, Stjarnan hefur á að skipa frábærum einstaklingum sem klárlega kunna að spila handbolta, og nú er þetta komið…bara uppá við

ÍBV var töluvert frá sínu besta, þó var einn leikmaður sem bar af í þeirra liði Kristján Örn Kristjánsson með 11 mörk.

Hægt er að sjá leikina hér á vefnum www.210tv.is undir flokknum Sjónvarp