Stjarnan tók á móti ÍBV í Olísdeild kvenna í kvöld, mikill karakter í Stjörnukonum að vinna leikinn, þar sem að vantaði tvo leikmenn sem hafa verið máttatólpar í liðinu í vetur, þær Þórey Önnu og Þórhildi, jafnt var í hálfleik 13-13 og 23-23 þegar lítið var eftir, en Stjörnukonur skoruðu 2 síðustu mörkin. Stjarnan heldur örugglega 3ja sætinu með þessum sigri.

Það kemur maður í manns stað segir máltækið, það var svo sannarlega þannig þegar Karen Tinna var sett í byrjunarliðið, hún setti 8 mörk í leiknum og reynsluboltinn Hanna Guðrún setti 6, en góður sigur liðsheildar hjá Stjörnunni.