Stjörnumenn komu einbeittir til leiks í gær, þegar þeir tóku á móti HK í bikarkeppni karla, jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, og var jafnt á mörgum tölum.
Staðan var jöfn á hálfleik 13 – 13, en Stjarnan náði 5 marka forskoti þegar 10 mínútur voru eftir og létu það ekki af hendi, en HK átti kost á að ná þessu niður í 1 mark, en frábær markvarsla Ólafs Rafns Gíslasonar þegar hann varði hraðupphlaup frá HK, eftir að Stjarnan hafði tapað boltanum, þegar HK fór í maður á mann.
Það var mikil barátta í leiknum, og nokkuð um brottvísanir, og það sauð upp úr í lokin þegar þjálfarar HK vildu meina að leikmaður Stjörnunnar hafi brotið fólskulega af sér, sem á ekki við nein rök að styðjast, þar fóru þeir yfir strikið í öllum æsingnum, hægt er að sjá leikinn í heild sinni hér á www.210tv.is
Markahæstir hjá Stjörnunni voru Leo Snær Pétursson 7 mörk, Tandri Már Konráðsson með 6 mörk og Andri Þór Helgason 6 mörk
Ólafur Rafn Gíslason stóð í markinu allan tíma og var með 13 bolta varða.
Stjarnan er kominn í 8 liðaúrslit, og eru einum leik frá því að komast í final 4 í höllinni í byrjun mars.
Stjarnan þarf að taka sig taki með tæknifeila, Þeir eru of margir, menn að reyna dæla boltanum inn á línu í tíma og ótíma, sem er ekki að ganga upp, nokkrar sendingar sem lentu í höndunum á andstæðingnum, þetta eru dýrir feilar sem geta kostað þá sigurinn, eins og sýnt sig hefur í undaförnum leikjum í deildinni.
Stjörnumenn taka á móti val í næsta leik í deild á sunnudaginn kl 19.30