Eftir frekar magurt gengi Stjörnunnar í handbolta upp á síðkastið, þar sem að karlaliðið  tapaði niður góðri forystu á Akureyri á móti KA og endaði leikurinn jafntefli, síðan áttu þeir þokkalegan leik á móti Selfossi, en fengu ekkert út úr honum töpuðu með einu, og síðan þessi leikur á móti Fram á heimavelli, þar sem að Stjörnumenn töpuðu niður 4 marka forystu, og endaði leikurinn jafntefli…sem er einsdæmi í sögu handboltans, og segir manni að leikurinn er ekki búinn fyrr en að flautan gellur.

Sama má segja um kvennaliðið, það hefur verið á brattann að sækja hjá þeim líka, og síðasti leikur fyrir norðan á Akureyri, þar sem að þær fengu á sig sigurmarkið yfir allan völlinn, og yfir markmanninn, sem er pínu sérstakt.

Við komum sterkari til leiks fyrir vikið, og reynslunni ríkari. Í kvöld fer karlaliðið í Kaplakrikann til að etja kappi við FH kl 19.30, og skorum við á Garðbæinga að mæta og hvetja strákana til sigur, nú hefst endurreisninn með sigri á fyrna sterku liði FH.