Jafnræði var með liðunum allan leikinn, og ætluðu Stjörnumenn greinilega að selja sig dýrt, en það er eins og þegar lið hafa verið að stöggla í leikjum sínum, missa þá niður í jafntefli, unna leiki þá virðist það elta lið að ná ekki að klára,

Það sem varð Stjörnumönnum að falli að þessu sinni, voru ótímabærar sendingar inn á línu, tækni feilar , þegar þeir áttu kosta á að ná 3ja marka forystu , vantar að ganga frá leiknum, og hafa þor til þess.

Heilt yfir voru Stjörnumenn að spila nokkuð góðan handbolta sóknarlega, það sem vantaði var að klára vörnina.

Eins marks tap 31 – 30 er ekkert að skammast sín fyrir, en vonandi að þetta gefi Stjörnumönnum byr undir báða vængi fyrir komandi átök í deildinni, en þeir eiga Fram á laugardaginn heima í TM höllinni.