Stjörnustelpur geru sitt annað jafntefli í röð, er HK stúlkur komu í heimsókn í TM höllina, og endaði leikurinn 22 – 22

HK var yfir stærst­an hluta leiks en Stjarn­an komst í 20:19 þegar skammt var eft­ir. Liðin skipt­ust á mörk­um á lokakafl­an­um og sömu­leiðis stig­un­um. 

Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir skoraði sex mörk fyr­ir Stjörn­una og þær Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir, Val­gerður Ýr Þor­steins­dótt­ir og Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir skoruðu all­ar fimm mörk fyr­ir HK. 

Stjarn­an er í þriðja sæti með tíu stig, eins og Fram sem er í öðru sæti. HK fór upp að hlið KA/Þ​órs í fjórða sæti og sex stig.