Stjörnustelpur geru sitt
annað jafntefli í röð, er HK stúlkur komu í heimsókn í TM höllina, og endaði
leikurinn 22 – 22
HK
var yfir stærstan hluta leiks en Stjarnan komst í 20:19 þegar skammt var eftir.
Liðin skiptust á mörkum á lokakaflanum og sömuleiðis stigunum.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna og þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir HK.
Stjarnan er í þriðja sæti með tíu stig, eins og Fram sem er í öðru sæti. HK fór upp að hlið KA/Þórs í fjórða sæti og sex stig.