Halldór Orri er mættur aftur segir á facebook síðu fótboltans.
Stjarnan hefur samið við Halldór Orra Björnsson til næstu þriggja ára. Dóri er Stjörnumönnum vel kunnugur enda markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild og einn sá leikjahæsti. Mikið er gott að endurheimta þennan prins! Dóri, vertu velkominn!