Stjarnan tók á móti Val í Olísdeilda kvenna í Tm höllinni  í dag laugardag, leikurinn endaði 24 – 24, eftir að Stjarnan hafði nánast leitt leikinn í 55 mín.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Stjarnan leiddi í hálfleik 12 – 10, í sinnihálfleik var nánas bara eitt lið á vellinum, en Valskonur vöknuðu þegar 3 mín voru eftir og tókst að jafna leikinn.

Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Stjörnunni að kasta frá sér sigri, að vera 6 mörkum yfir þegar 6 mín eru eftir og 4 mörkum þegar rúmar 2 mín eru eftir er alveg óskiljanlegt, af eins miklu reynsluboltum sem eru í Stjörnunni.

Stjarnan var miklu betra lið í 57 mín, nánast bara eitt lið á vellinum, að gera svona mistök, alveg ótrúlegt, og þeir sem horfðu á leikinn trúðu vart sýnum eigin augum.

Það er nokkuð ljóst að það eru 3 lið sem eru svipuð að getu í þessari 8 liða deild Stjarnan, Fram og Valur, önnur lið eiga litla sem enga möguleika, þannig að þetta verður áhugavert.

Við hjá www.210tv.is sýndum leikinn í beinni, og hann má sjá hér undir flokknum Sjónvarp.