Stjarnan og Baldur Sigurðsson hafa komist að samkomulagi um að leiðir skilji.
Baldur sem hefur verið hjá félaginu frá 2016 lék 92 leiki fyrir félagið og varð bikarmeistari 2018. Baldur var lengi vel í lykilhlutverki, meðal annars fyrirliði liðsins. Á fundi eftir keppnistímabilið í sumar varð ljóst að hugmyndir þjálfara Stjörnunnar og Baldurs um mögulegt hlutverk innan liðsins á komandi tímabili færu ekki saman og varð niðurstaðan sú að nú skilji leiðir að minnsta kosti tímabundið.
Baldri eru þökkuð góð störf fyrir félagið og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Baldur, takk fyrir okkur!

segir á facebook síðu knattspyrnudeildar Stjörnunarhttps://www.facebook.com/FCStjarnan/