Meistararnir koma í heimsókn í TM-höllina!Næst komandi laugardag koma Íslands- og bikarmeistarar Vals í heimsókn í TM-höllina. Leikurinn hefst kl 16.00 og opnar Stjörnustofan kl 15.00.
Basti þjálfari kemur upp ca 30 mín í leik og fer yfir leikskipulagið.
Nespresso kaffið og Brauð og Co snúðarnir verða á sínum stað fyrir leik og pizzurnar í hálfleik.
Stelpurnar hafa byrjað veturinn vel og eru gíraðar í þennan toppslag!
Skíni Stjarnan ⭐️
Fyrir ykkur sem ekki komast á leikinn í TM höllina, þá verður hann í beinni útsendingu á www.210tv.is og á 210tv youtube