Að Mathúsi Garðabæjar stendur matreiðslumaðurinn Stefán Magnússon.

Við höfum ennfremur fengið til liðs við okkur úrvals fólk, bæði í eldhús og sal, sem mun aðstoða okkur við að láta drauminn rætast um að reka lifandi og eftirsóttan veitingastað í hjarta Garðabæjar.

Stefán hefur löngum átt þann draum að opna fjölskylduvænan veitingastað með fyrsta flokks matargerð á þessu svæði og loks er sá draumur orðinn að veruleika.

Margt afar gott fólk hefur lagt hönd á plóg við gerð staðarins og má þar sérstaklega nefna Inga Helgason hjá Lumex, Hauk Sigurðsson úrvalssmið hjá Erku ehf. og Klöru Sigríði Thorarensen hjá Heimahúsinu. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir

http://mathus210.com