Á laugardaginn var mikil handboltaveisla í TM höllinni í Garðabæ, þar sem að Stjarnan tók á móti, annarsvegar Aftureldingu í Olísdeilda kvenna, og HK í Olísdeild karla, og síðan rak lestina Stjarnan U – Þróttur í Grill 66 deilda karla.

Stjarnan – Afturelding.

Það var mjög svo kaflaskiptur leikur, og byrjaði Afturelding betur og leiddi í hálfleik 5 – 8, sjald séðar tölur í nútíma handbolta. Stjarnan hreinlega valtaði yfir Aftureldingu í seinni hálfleik, og vann seinni hálfleikinn 22 – 8, lokatölur voru 27 – 16.

Leikinn má sjá á https://www.youtube.com/watch?v=T5lBNzf4wwc

Stjarnan – HK

Stjörnumenn tóku á móti HK í fjörugum leik, þar sem að Stjarnan vann 26 – 22 , eftir jafnan fyrri hálfleik. Margt mjög áhugavert við þennan leik, eftir undagengna dag, þar sem að ýmislegt hafði gegnið á í herbúðum Stjörnunnar.

Sveinbjörn Pétursson sneri aftur til leik eð Stjörnumönnum, eftir smá hvíld, og leyst  Stephen af sem er að glíma við meiðsli, Bubbi var flottur í markinu.

Leikinn má sjá hér https://www.youtube.com/watch?v=FbzZQ1nSZeo

Að lokum tók Stjarnan U á móti Þrótti í Grilldeild karla, þar sem að leikurinn endaði með jaftefli 34 – 34 flottur dagur, 2 sigrar og eitt jaftefli