Valur tók á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hliðarenda í 18 umferð Pepsi Max deildarinnar, og fer þessi leikur í sögubækurnar.

Leikurinn var vel leikinn af báðum liðum, Stjarnan ívið sterkari heilt yfir, þar sem að Stjarnan réði miðjunni, Valur skorði fyrsta markið í leiknum á 7 mín Patrick Pedersen var réttur maður á réttum stað, Hilmar Árni jafnaði metin með þrumufleyg fyrir utan teig á 28 mín, geggjað mark, á þessu kafla voru Stjörnumenn sterkari, og liðin að spila ágætan fótbolta.

Seinni hálfleikur byrjaði vel fyrir Stjörnumenn sem réðu miðjunni eins og áður sagði, Stjarnan náði forystu með glæsilegu marki frá Sölva Snæ, arkitektinn var Hilmar Árni eins og í svo mörgum mörkum Stjörnunnar, markið kom eftir glæsilega spilamennsku, sem endaði á því að Sölvi tók hann og setti í stöng og inn…fullkomið mark, þar með hafði Stjarnan tekið forystu, en á 72 mínútu gerðis atvikið sem fer í sögubækurnar og getur kostað Stjörnuna jafnvel evrópusæti.

Þorsteinn Már skorar eftir fyrirgjöf, greinilega löglegt mark, og dómarinn dæmir mark eftir smá hik, og hefur þá væntanlega rætt við sína aðstoðarmenn, markið stóð, Valur tekur miðju og þá stoppar dómari leiksins og dæmir markið af…AF HVERJU, hvernig er þetta hægt ? það erum öllu það ljóst að þetta eru einhver þau svakalegustu mistök sem sést haf á fótboltavellinum þó ekki sé meira sagt, ég ætla dómurum það ekki að vera hlutdrægir í leik, en hvað var þetta, við hljótum að fá viðeigandi skýringu, á því hvað fór þarna fram.

Eftir þetta fíaskó gerir Rúnar Páll breytingar á sínu líði, sem virkuðu ekki nægjanlega vel á mig allaveganna, en það er kannski þess vegna sem Rúnar er þjálfari ekki ég, hann gerir breytingar samkvæmt sinni sannfæringu og veit örugglega hvað hann er að gera, en allaveganna þá geri hann breytingar með því að taka báða þá sem skorðu mörkin Sölvi og Hilmar …þá var eins og allur broddur færi úr sókninni, og Stjörnumenn bökkuðu sem kostaði það að þeir fengu á sig jöfnunarmarkið og lítið eftir.

Rétt fyrir leikslok venjulegs leiktíma, fékk Valur víti, þegar Haraldur markmaður braut á Valsmanni inn í teig, klárt víti, en Haraldur varði vítaspyrnuna frá Patrick…geggjuð varsla, og Stjörnumenn komu boltanum frá

Halli var geggjaður í þessu leik, eins og nánast allir Stjörnumenn, heilt yfir góð spilamennska Stjörnumanna

Það gerir þennan leik merkilegri en aðra leiki, er þessi glundroði sem varð þegar dómara leiksins tók sigurinn af Stjörnumönnum, og við bíðum spennt eftir yfirlýsingu frá þeim um  þetta atvik.