Orri að standa sig í Svartfjallalandi!

Okkar maður Orri Gunnarsson er svo sannarlega að standa sig vel með U16 landsliðinu í Svartfjallalandi þessa dagana. Hann skoraði 32 stig og tók 11 fráköst í eins stigs tapi gegn Bretlandi í gær og hefur verið meðal bestu leikmanna liðsins í öllum leikjunum.

Það er gaman að sjá að Stjarnan á orðið lykilmenn í bæði U18 og U16 landsliðunum. Þeir Dúi og Friðrik eru burðarásar í U18 og núna Orri í U16. Auk þeirra eru svo fleiri á kantinum og eiga eftir að springa út, þar má nefna þá Ingimund Orra sem varð að draga sig út úr U18 vegna meiðsla, Árni Kristjánsson hefur verið viðloðandi yngri landsliðin og eins var Brynjar Bogi Valdimarsson í æfingahóp U16. Síðan eru fullt af krökkum, strákum og stelpum í flokkunum þarna fyrir neðan sem eiga eftir að láta til sín taka og verður gaman að fylgjast með.

Það er ljóst að áhersla á uppbyggingu undanfarin ár er að skila sér eins og sást vel á árangri yngri flokkana í vetur og frammistaða okkar stráka í landsliðaverkefnum sumarsins sannar.

#SkíniStjarnan