Handboltavertíðin er farinn af stað, með UMSK mótinu sem er haldið í Kórnum þetta árið.

Meistaraflokkar Stjörnunnar taka báðir þátt í mótinu, og hafa spilað sinn fyrsta leik. Karlaliðið spilaði við HK, sem eru nýliðar í Olísdeildinni, Stjarnan vann leikinn 33 – 26, og var sigurinn aldrei í hættu, margt mjög jákvætt sást í fyrsta leik karlaliðsins. Stjarnan mætir með mjög breytt lið í ár, í báðum flokkum.

Kvennaliðið tapaði sínum fyrsta leik fyrir HK 35 – 29.

Næstu leikir verða á föstudaginn kvennaliðið spilar kl 18.00 á móti Aftureldingu og karlarnir spila við Aftureldingu kl 20.00

Hvetjum fólk til að kíkja á leikina.