Stjarnan er einstaklega stolt af því að kynna að okkar eina sanna Rakel
Dögg Bragadóttir hefur tekið við sem starfsmaður handboltadeildar á
skrifstofu félagsins.

Rakel mun sinna hlutverki yfirþjálfara barna- og unglingastarfsins ásamt öðrum verkefnum sem snúa að rekstri handboltadeildarinnar í
samvinnu við aðra starfsmenn skrifstofu og stjórn handboltadeildar.

Fyrir þá sem þekkja ekki til Rakelar þá hefur hún æft og verið lykilleikmaður í handoltadeild Stjörnunnar frá því hún hóf fyrst æfingar árið 1994. Hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik á tímabilinu 2002-03 og var
spilandi aðstoðarþjálfari með liðinu á síðasta tímabili. Hún mun halda
áfram sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna á komandi tímabili
sem við teljum henta vel með því starfi sem hún er að taka að sér á
skrifstofu. Einnig er hún þjálfara U-17 landslið kvk og hefur spilað sjálf y
frir 100 landsleiki og var fyrirliði landsliðsins á árinum 2007-2011. 
Það er því ljóst að félagið er að ná sér í sterkan liðsmann á skrifstofu
félagsins og er það trú okkar að hún muni koma af miklum krafti inn í
starf deildarinnar. 
 Við bjóðum Rakel Dögg Bragadóttur velkomna til nýrra verkefna!