Breytingar eru á þjálfarateymi karla liðsins í körfunni, frétt fengin á facebook síðu körfunar

Nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla!

Hörður Unnsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl karla. Hann tekur við af Halldóri Kristmannssyni.

Hörður byrjaði þjálfaraferilinn í yngri flokka starfi Breiðabliks árið 2012. Fór síðan í KR 2014 þar sem hann var aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari meistaraflokks kvenna. Árin 2015-2018 var Hörður með U17 og U19 ára lið Sandvika í Noregi þar sem hann vann tvo meistaratitla í U17 og bronsverðlaun í European Youth Basketball League áður en hann flutti í Borgarnes í fyrra og var þar aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og yfirþjálfari yngri flokka. Hörður lék með mfl Skallagríms á árunum 2004-2007. Hann mun einnig þjálfa drengja- og unglingaflokk hjá Stjörnunni.

Að öðru leiti verður þjálfarateymi meistaraflokks óbreytt. Jóhannes Már Marteinsson og Halldór Fannar Júlíusson verða sjúkraþjálfarar, Hjalti Valur Þorsteinsson verður áfram styrktarþjálfari og Einar Jónsson liðsstjóri.

Við bjóðum Hörð hjartanlega velkominn í Garðabæinn!

#SkíniStjarnan