Stjarnan vann góðan sigur á grönnum sínum frá Kópavogi HK í Pepsi Max deild karla á Samsung vellinum, það áttu flestir von á að Stjarnan mundi vinna þennan leik, sem fer nú reyndar ekki í sögubækurnar, nema fyrir glæsimark Hilmars Árna Halldórssonar.

Þrír leikir búnir og komnir með 5 stig, hverju er þetta að líkjast…? 2014 eða hvað !það vita allir hvað gerðist þá, en mótið er langt og strangt og það á mikið eftir að gerasta örugglega. Sigur er sigur og áfram gakk Stjörnumenn.