NÚ MÆTA ALLIR Í TM HÖLLINA Á STYRKTARLEIK STJARNAN – HAUKAR Mánudaginn 22. apríl / annan í páskum kl. 15:00 – ÚRSLITAKEPPNI Olísdeildarinnar í TM Höllinni í Garðabæ Við viljum hvetja allt Stjörnufólk til að mæta og hvetja Stjörnuna og styðja um leið við bakið á fjölskyldu leikmanns Stjörnunnar. Öll miðasala rennur óskipt til fjölskyldunnar en Ragnar Snær Njálsson leikmaður Stjörnunnar og konan hans Fanney Eiríksdóttir hafa verði að takast á við krabbamein af miklu æðruleysi, Fanney var greind með krabbamein rétt eftir að hún varð barnshafandi af þeirra öðru barni Við hvetjum Garðbæinga, Haukafólk og aðra unnendur handboltans að sýna samhug í verki, koma á leikinn og styrkja þetta mikilvæga málefni. Taggaðu þau sem þú vilt sjá í TM-Höllinni annan í páskum kl. 15:00