Stjarnan varð í kvöld Meistari meistaranna eftir sigur gegn Val í vítaspyrnukeppni á Origovellinum á Hlíðarenda.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan 0-0 og í Meistarakepnninni er engin framlenging og var því farið beint í vítakeppni.
Eftir fyrstu fimm spyrnur hvors liðs þar sem bæði liðin skoruðu úr sínum spyrnum skoraði Jóhann Laxdal úr þeirri sjöttu en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, varði sjöttu spyrnu Vals og sigraði Stjarnan 6-5

Fyrsti leikur meistaraflokks karla í Pepsídeildinni verður gegn KR laugardaginn 27. apríl á Samsungvelli og byrjar leikurinn klukkan 20:00.

Skíni Stjarnan