Markahæsti leikmaður Stjörnunnar undanfarin ár og einn besti leikmaður Pepsi deildarinnar, Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna og leikur því með okkur út tímabilið 2021 hið minnsta. Það er gríðarlega sterkt fyrir okkur Stjörnumenn að njóta krafta þessa öfluga leikmanns áfram enda lykilmaður í því að festa liðið enn frekar í sessi sem eitt af bestu liðum landsins.

Fréttin birtist á facebook síðu Stjörnunnar