Kvenna lið Stjörnunnar lá fyrir Keflavík í oddaleik í gærkveldi, eftir hetjulega baráttu í frumraun sinni í úrslitakeppni í Dominos deildinni.

Staðan í hálfleik var 41 – 35 fyrir Keflavík, lokatölur 85 – 69, og gefur það ekki rétta mynd af leiknum, því Stjarnan var inn í leiknum allan tímann.

Það má segja að Stjarnan hafi komið á óvart á þessu tímabili, með því að koma sér í undaúrslit í bikarnum og að hafa náð í undaúrslit í deildinni.

Það sem skilar þessu er mjög gott og metnaðarfullt starf deildarinnar, eins og hefur komið áður fram hér á vefnum www.210tv.is  í þættinum ‘‘ Á líðandi Stundu ‘‘ þar sem var rætt við formann deildarinnar Hilmar Júlíusson

Það er svo sannarlega bjart í Garðabænum hvað varðar íþróttir, Álftanes tryggi sér sigur í 2 deild karla og spilar í 1. Deild á næsta tímabili, fimmleikafólk félagsins tryggði sér Íslandsmeistara titill í Garðabænum í gær, í kvöld verður meistari meistaranna í knattspyrnu karla spilaður, á laugardaginn fer úrslitakeppni af stað í handboltanum, þar sem að Stjörnumenn spila við Hauka, um síðust helgi varð utan deildar lið Stjörnunnar í handbolta kvenna Íslandsmeistarar, og í kvöld er oddaleikur hjá körlum í körfunni Stjarnan  – ÍR sem fer fram í Mathús – Garðabæjar – Höllinni og hefst leikurinn kl 19.15

Takk fyrir skemmtuninna í vetur.