Það má segja að það hafa verið pínu spenna í loftinu þegar 4 leikur fór fram í þessu einvígi, Stjarnan – ÍR í Dominos deilda karla undanúrslit, geggjað Stjörnulið með Ægir fremstan í flokki, vel studdir af stuðningsmönnum sem fjölmenntu í Hertz höllina.

Stjörnumenn mætti gríðarlega einbeittir til leiks og sýnu af hverju þeir eru bikar og deildarmeistarar.

Stjarnan var yfir allan leikinn, og gaf ÍRingum  aldrei færi á að ógna sér, Stjörnumenn fengu mikið framlag hjá mörgum, og náðu að spila sinn eðlilega leik sem þeir hafa verið að spila  eftir áramót, boltinn fékk að fljóta, og menn spilu fyrir hvern annan, mikil barátta og hraði og leikurinn var mikil skemmtun fyrir Stjörnumenn og unnendur góðs körfubolta.

Næsti leikur verður á fimmtudaginn, oddaleikur í Mathús Garðabæjar Höllinni. Og þá fæst úr því skorði hvort liðið fer í úrslit á móti KR.

Stjarn­an: Ægir Þór Stein­ars­son 34/​7 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Brandon Rozzell 21/​7 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 9/​8 frá­köst, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 9, Antti Kanervo 6, Fil­ip Kra­mer 5/​8 frá­köst, Coll­in Ant­hony Pryor 3/​4 frá­köst, Arnþór Freyr Guðmunds­son 3.

Frá­köst: 31 í vörn, 11 í sókn.