Í gær fór fram 4. leikur í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna og tóku Stjörnustúlkur á móti Keflavík í Mathús-Garðarbæjarhöllinni í Ásgarði. Leikurinn endaði 73-83 fyrir Keflavík í jöfnum og spennandi leik og óð Victoria Rodriguez á eldi og skoraði 37 stig og tók 8 fráköst og var klárlega maður Stjörnunnar í gær.
Lið Stjörnunnar var gott og samstaðan frábær en Stjörnustúlkur gáfu á köflum eftir í baráttunni um boltann.
Mætingin var góð í Mathús-Garðarbæjarhöllinni í gær og sýnir hvað uppbyggingarstarf kvennakörfunnar í Stjörnunni gengur vel og viljum við hvetja Garðbæinga til að taka þátt í uppbyggingu deildarinnar og okkar frábæra starfi.
Á miðvikudaginn fer fram hreinn úrslitaleikur á milli liðanna um það hvort liðið fer áfram í úrslitarimmuna og verð okkar konur tilbúnar í slaginn 🌟
Leikurinn fer fram í Keflavík klukkan 19:15 og hvetjum við alla til þess að mæta og hvetja okkar konur áfram 🏀
Skíni Stjarnan 🌟
Danielle Victoria Rodriguez 37/8 fráköst/6 stoðsendingar, Veronika Dzhikova 16/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/6 fráköst.