Stjarnan tók á móti ÍR í 3 leik úrslitakeppninnar í Dominos deilda karla, eftir ágætan fyrsta leikhluta hjá Stjörnunni , en þeir leiddu eftir fyrstu leikhluta með 8 stigum 20 – 12, sama baráttan var framan af öðrum leikhluta, en ÍR ingar komust inn í leikinn og tókst að jafna rétt fyrir hálfleik, en Tómas Þórður hjá Stjörnunni setti niður síðustu körfu fyrri hálfleiks, og leiddi Stjarnan í hálfleik 32 – 30.
Mjög lágt skor í fyrri hálfleik, sem einkenndist af mikilli baráttu, og menn voru ekki að hitta vel, að sama skapi voru varnir góðar.
Þriðji leikhluti var á mjög svipuðum nótum, barátta og aftur barátta. ÍR leiddu eftir, þrjá leikhluta 43 – 45 og allt í járnum.
Í fjórða leikhluta var þetta allt mjög svipað, liðin skiptust á að hafa forystu, gríðarleg spenna var á síðust mínútu leiksins, þar sem ÍR ingar komust yfir, Stjarnan var yfir þegar 3.8 sekúndur voru eftir, en þá tók ÍR ingum að koma boltanum á Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem setti niður 2 stig og fékk víti að auki, allt var á suðupunkti, Sigurður misnotaði vítið og jafnt var eftir 40 mínútur, því þurfti að framlengja, það er skemmst frá því að segja að Stjarnan skoraði ekki körfu í framlengingunni, en Ír skoraði 6 stig, sem dugði til að vinna leikinn.
Það verður mjög svo áhugaverður leikur í Breiðholtinu, þar sem alla verður undir, vinni Stjarnan tryggja þeir sér oddaleik í Garðabænum, vinni ÍR fara þeir í úrslitaeinvígið
Það er áhyggju efni hvað Stjörnumenn voru eitthvað andlausir, hittu illa, og voru bara ólíkur sjálfum sér í þessum leik, en að sama skapi kredit á ÍR fyrir þeirra baráttu og dugnað