Stjörnukonur er komnar í lykilstöðu með að komast í úrslit í Dominos deild kvenna í fyrsta skiptið í sögu félagsins, eftir sigur á Keflavík í örðum leik í því einvígi.

Keflavíkur konur byrjuðu betur í fyrsta leikhluta, en töluvert var um mistök á báða bóga, en Stjarnan koma sér inn í leikinn, staðan eftir fyrsta leikhluta var 11 – 14.

Það var meira fjör í örðum leikhluta, og leiddi Stjarnan á hálfleik 31 – 27
Keflavík koma með látum inn í seinni hálfleikinn, sem einkenndist af áhlaupum beggja liða, en Keflavík leiddi eftir þrjá leikhluta 46 – 47
Það var öllu meira jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Stjarnan var skipulagðari og meira hungur var hjá þeim, þess vegna unnur þær flottan sigur  64 – 62.

Stjarn­an: Danielle Victoria Rodrigu­ez 22/​8 frá­köst/​13 stoðsend­ing­ar/​5 stoln­ir, Ragn­heiður Benón­ís­dótt­ir 12/​10 frá­köst, Veronika Dzhi­kova 12/​9 frá­köst, Jó­hanna Björk Sveins­dótt­ir 8, Jenný Harðardótt­ir 6, Bríet Sif Hinriks­dótt­ir 3, Auður Íris Ólafs­dótt­ir 1.Frá­köst: 22 í vörn, 12 í sókn