Stjarnan tók forystuna í einvígi Stjörnunnar og ÍR í 4. liða úrslitum Dominos deildar karla í Mathús-Garðarbæjarhöllinn í Ásgarði í kvöld.
Stjarnan vann leikinn 96:63 og eru komnir 1-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitaleikina.

Stjarnan sýndi heldur betur mátt sinn og styrk í þessum leik, og hvað mikil gæði eru í liðinu, er alveg með ólíkindum, og snilli þjálfarans mikil, það er ákveðin kúnst að fá alla til að vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að hópíþrótt, og ég tala nú ekki um þegar hlutirnir ganga ekki sem skildi, að halda ró og yfirvegun, sem Arnar hefur smitar út í hópinn, og lekmenn vinna fyrir hvorn annan, við að leggja sig fram til að verða betri í því sem þeir eru að gera, og markmiðið er skýrt.

ÍR var yfir eftir fyrsta leikhluta en þá setti Stjarnan í 5. gír og tóku öll völd á vellinum.
Staðan var 45-37 fyrir Stjörnuna í hálfleik og öruggur sigur staðreynd.

Næsti leikur einvígisins verður í Hertz-hellinum, mánudaginn 8. apríl, 19:15, og hvetjum við okkar fólk til þess að mæta og styðja okkar menn í baráttunni um sæti í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Brandon Rozzell 28/​6 frá­köst, Antti Kanervo 14, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 13/​6 frá­köst, Ægir Þór Stein­ars­son 12/​10 stoðsend­ing­ar, Coll­in Ant­hony Pryor 10/​4 frá­köst, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 9, Fil­ip Kra­mer 7, Arnþór Freyr Guðmunds­son 3/​4 frá­köst