Stjörnumenn tryggðu sér inn í úrlitakeppnina með því að ná stigi í æsispennandi leik við ÍR upp í Austurbergi í gær

Stjörnu menn  byrjuðu leikinn illa, en náðu að koma sér inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 12 – 14 fyrir ÍR.

Seinni hálfleikur var betri hjá Stjörnunni, og þeim tókst að jafna leikinn 16 – 16 og allt á suðupunkti. ÍRingar tóku þá við sér og komust yfir aftur 21 – 18, en þá kom góður kafli Stjörnumenna 4 mörk í röð og komust yfir 22 – 21 og lokakaflinn að fara í hönd, en Stjönum menn misstu einbeitinguna og lentu undir aftur 24 – 22 og lítið eftir, Rúnar tók leikhlé og setti upp síðasta kaflann og Stjörnu menn náðu að jafna leikinn 24 – 24, ÍR komst yfir 25 – 24 og Stjörnu menn jöfnuðu leikinn, í næsti sókn ÍRinga var dæmt sóknarbrot á Björgvin og Stjarnan með pálmann í höndunum og 1 mínúta  eftir, Stjörnu menn tóku skot þegar um 25 sek voru eftir, en það geigaði, ÍRingar lögðu af stað í sókn og Sveinn Andri fór inn á loka sekúndum leiksins, og var stuggað við honum og aukakast dæmt og tíminn leið, aukakast í lokin sem Björgvin tók en vörn Stjörnu manna varði skotið og niðurstaðan var jafntefli.

Það gerði það að verkum að bæði Stjarnan og ÍR fara í úrlitakeppnina sem 7 og 8 lið, og það ræðst í síðustu umferð hvor er í 7 sætinu

Birgir Steinn átti frábærann leik einnig Bjarki Már í vörninni, Andri Rúnarsson koma inn með mikilvæg mörk.

Aron Dagur steig upp og skoraði mikilvæg mörk á síðustu mínútum leiksins eða tvö af síðust þremur mörkum Stjörnu manna Síðasti leikur Stjörnu mann er á laugardaginn við Selfoss og þá ræðst endanlega röðuninn fyrir úrslitakeppnina