Rétt í þessu var handknattleiksdeild Stjörnunnar að senda frá sér fréttatilkynningu um að Tandra Már Konráðsson sé á leiðinni til félagsins.

Má reikna með að Stjörnu liðið verði mjög sterkt á næsta tímabili.

Fréttatilkynninguna má sjá hér að neðan.

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Stjörnunnar

Okkur er það afar ljúft að tilkynna að Stjarnan hefur samið við Tandra Má Konráðsson til þriggja ára um að spila með sínu uppeldisfélagi Stjörnunni .

Tandri er að koma heim úr atvinnumennsku, Tandri hefur spila  með Skjern í Danmörku undafarinn þrjú ár, hann kom frá sænska liðinu Ricoh HK 2016 til Skjern

Tandri er uppalinn Stjörnumaður, upp alla yngri flokka, og erum við afar þakklát fyrir það að hann sé að snúa til baka í sitt uppeldisfélag Stjörnuna.

Við væntum mikils af Tandra sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn í nokkur ár og á 23 leiki fyrir landsliðið.

Það þarf ekki að fjölyrða um það að Tandri kemur til með að styrkja Stjörnuliðið gríðarlega mikið, bæði varnalega og sóknarlega.

Við bjóðum Tandra, Stellu og börn velkominn heim  í Stjörnuna og hlökkum til komandi tíma í Olísdeild.

Skíni Stjarnan.

F.H meistaraflokks ráð.

Vilhjálmur Halldórsson
Karl Danielsson