Stjörnumenn spiluðu við Akureyringa í 19 umferð Olísdeildarinna fyrir norðan, eftir erfiða byrjun þar sem að Akureyri leiddi nánast allan fyrri hálf leikinn, og leiddu með einu í hálfleik 14 – 13
Í seinni hálfleik var annað upp teningnum hjá Stjörnumönnum, þeir spiluðu markvissan leik sem skilaði þeim þriggja marka forystu 20 – 23 og 12 mínútur eftir, þá komu nokkrir skrýtnir dómar, þar sem að boltinn var dæmdur af Stjörnumönnum, og þá fór vélin að hiksta, sem varð til þess að Akureyri gekk á lagið og vann síðustu 12 mínúturnar 7 – 2.
Það þarf að gera betur í næsta leik sem er á miðvikudaginn á móti ÍR í Austurbergi.
Markmenn voru að skila ágætis leik, hvor um sig var með 9 skot, þar af var Sigurður Ingiberg með 2 varinn víti í seinni hálfleik.
Staðan
1 | Haukar | 20 | 15 | 3 | 2 | 570:526 | 33 |
2 | Selfoss | 20 | 14 | 2 | 4 | 568:542 | 30 |
3 | Valur | 20 | 13 | 3 | 4 | 562:481 | 29 |
4 | FH | 20 | 10 | 5 | 5 | 550:522 | 25 |
5 | ÍBV | 20 | 10 | 3 | 7 | 572:564 | 23 |
6 | Afturelding | 20 | 7 | 5 | 8 | 531:527 | 19 |
7 | Stjarnan | 20 | 8 | 1 | 11 | 545:564 | 17 |
8 | ÍR | 20 | 6 | 4 | 10 | 531:545 | 16 |
9 | KA | 20 | 6 | 3 | 11 | 516:535 | 15 |
10 | Fram | 20 | 6 | 1 | 13 | 508:538 | 13 |
11 | Akureyri | 20 | 5 | 2 | 13 | 513:559 | 12 |
12 | Grótta | 20 | 3 | 2 | 15 | 452:515 | 8 |