Það var frábær stemning í Röstinni í kvöld þegar Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino´s deildar karla með góðum sigri 83-76 á Grindavík.
Viðureignirnar voru jafnar og spennandi en sannfærandi 3-1 niðurstaða fyrir Stjörnuna í einvíginu.

Fyrrihálfleikur var ekki mjög sannfærandi hjá Stjörnunni og var eins og að Stjörnumenn hefðu ekki almennilega mætt til leiks og voru Grindvíkingar yfir 41-35 í hálfleik. Stjörnumenn mættu svo öflugir inn í nokkuð jafnan og skemmtilegan seinni hálfleik og með öflugum varnarleik og hröðum og góðum sóknum náðu Stjörnumenn að landa góðum sigri.

Ljótt atvik setti strik sitt á lokasekúndum leiksins þegar að stuðningsmaður Grindavíkur kastaði smámynt í höfuðið á Antti Kanervo, leikmanni Stjörnunnar.
Sem betur fer varð honum ekki meint af!
Ljótt atvik og vonandi sjáum við ekki svona óíþróttamannslega hegðun á komandi leikjum í þessari körfuboltaveislu sem er framundan.

Við hjá Stjörnunni viljum þakka Grindavík fyrir frábæra leiki í vetur og hlökkum til komandi leikja á næsta tímabili.

Enn er óljóst hvaða liði Stjarnan mætir í undanúrslitum og ræðst það þegar viðureign ÍR og Njarðvíkur lýkur. 
Ef ÍR kemst áfram að þá mætum við Breiðhyltingum en ef Njarðvík kemst áfram mætum við KR.

Stjarnan var undir nánast allan fyrrihálfleikinn
Brandon Rozzell 18/​4 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 16/​6 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Coll­in Ant­hony Pryor 15/​8 frá­köst, Antti Kanervo 13/​4 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Ægir Þór Stein­ars­son 11/​5 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Arnþór Freyr Guðmunds­son 8, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 2/​4 frá­köst.