Stjarnan náði yfirhöndinni 2-1 í einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla.
Leikið var í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði og fór leikurinn 98-81 og nægir því Stjörnunni einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér sæti í 4. liða úrslitum.

Næsti leikur er í Grindavík á föstudaginn og hvetjum við alla Garðbæinga til að mæta og hvetja okkur áfram.

Ægir Þór Stein­ars­son 27/​8 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Antti Kanervo 26/​6 frá­köst, Brandon Rozzell 23/​5 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 11/​12 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Coll­in Ant­hony Pryor 6/​10 frá­köst, Arnþór Freyr Guðmunds­son 3, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 2/​6 frá­köst.