Stjarnan handkanttleiksdeild var að senda frá sér fréttatilkynningu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson hafa skrifað undir 2ja ára samning við félagið

Fréttatilkynninguna má sjá hér að neðan:


Fréttatilkynning frá Stjörnunni Handknattleiksdeild.

Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur samið við Stjörnuna til 2ja ára og mun spila með þeim í Olísdeildinni

Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur verið síðustu 2 árin í Austurríki og spilað með  West Wien, þar áður spilaði hann í Þýskalandi með TV Emsdetten og ThSV Eisenach.

Ólafur Bjarki er uppalinn HK ingur og varð Íslandsmeistari  með þeim  árið 2012, þar sem hann spilaði stórt hlutverk.

Ólafur Bjarki hefur átt góðu gengi að fagna í handboltanum, og hefur leikið 34 landsleiki.

Við hjá Stjörnunni handbolta fögnum því að hafa náð að klófesta jafn snjallan leikmenn og Ólafur Bjarki er, og væntum mikils af honum á komandi leiktíð