Stjarnan og Grindavík buðu upp á magnaða skemmtun í gær í Grindavík, leikur númer tvö í einvíginu. Grindavík vann leikinn á flautukörfu….háspenna lífshætta þegar boltinn dansaði á hringnum, en Stjörnumenn byrjuðu leikinn ekki vel og voru 16 stigum undir í hálfleik, og voru að stöggla aðeins fram í þriðja leikhluta. Endurkoman hófst fyrir alvöru í fjórða leikhluta, þar sem að Stjörnumenn náðu að saxa á forskot Grindvíkinga jafnt og þétt og komust yfir, og komu sér yfir alveg undir blá lokin, en Grindavík átti siðastu körfu þessa leiks,  og það enginn smá karfa, sem jafnaði einvígið.

Næsti leikur verður í miðvikudaginn, og ætla Stjörnumenn sér klárlega betri úrslit.