Stjarnan tók á móti Gróttu í 19 umferð Olísdeildarinnar, Stjarnan vann leikinn 30 – 27 í TM Höllinni.
Margt gott í leik Stjörnunnar, og margt má bæta fyrir næstu leiki.

Jákvætt: Sigur er alltaf jákvætt, og sérstaklega yfir liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, og gefa allt í leikina.

Bestir: Garðar var að skila mjög góðum leik, með 10 mörk í 11 tilraunum, þar af 2 úr víti, Aron Dagur með góðan leik og var að mata línuna og búa til fullt af mörkum ásamt að skora 7 mörk sjálfur
Þegar menn fóru að hreyfa sig í vörninni þá virkaði hún þokkalega í seinni hálfleik og þá tóku markmenn nokkra bolta. Sóknarleikurinn þokkalegur í seinni hálfleik,

Neikvætt: Töluvert um tækin feila í fyrri hálfleik, og menn voru ekki að mæta Gróttu mönnum, sem fengu að skjóta alveg óáreittir því var staða 14 – 16 fyrir Gróttu í hálfleik.

Heilt yfir þokkalegur leikur hjá Stjörnunni í 30 mín.

Staðan eftir 19 umferðir af 22.

1 Haukar 19 14 3 2 548:507 31
2 Selfoss 19 13 2 4 537:513 28
3 Valur 18 11 3 4 498:431 25
4 FH 19 10 5 4 524:494 25
5 ÍBV 19 9 3 7 542:536 21
6 Afturelding 19 7 5 7 512:505 19
7 Stjarnan 19 8 1 10 520:537 17
8 KA 19 6 3 10 488:505 15
9 ÍR 19 5 4 10 499:522 14
10 Fram 19 6 1 12 479:507 13
11 Akureyri 18 4 2 12 462:498 10
12 Grótta 19 3 2 14 429:483 8