Úrslitakeppni Dominos deildarinna hófst í kvöld með hörku leik Stjörnunnar og Grindavíkur, þar sem Stjarnan vann naumlega  89 – 80.

Leikurinn var mjög kaplaskiptur, Stjarnan komst mest 16 sigur yfir í fyrri hálfleik, en Grindvíkingar voru ekkert á þeim buxunum að gefa Stjörnumönnum neitt, og söxuðu jafnt og þétt  á forskotið, þeir kláruðu fyrri hálfleik með þriggja stiga flautukörfu frá Ólafi Ólafssyni.

Seinn hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, Grindvíkingar voru heitir og voru að setja niður þriggja stiga körfur eins og enginn væri morgundagurinn.

Það var ekki fyrr en langt var liðið á  fjórða leikhluta að Stjörnumenn vöknuðu aftur til lífsins og komu sér yfir aftur og leiddu út leikinn og þar fór fyrir Stjörnunni Brandon Rozzel, sem setti niður sjö stig í röð.

Stjörnumenn sýndu karakter og styrk sinn með að klára leikinn.

Þetta einvígi verður magnað eins og þessi leikur gaf til kynna, þar sem að Grindvíkingar ætla að selja sig dýrt.

Stjarn­an: Brandon Rozzell 21/​5 stoðsend­ing­ar, Antti Kanervo 19/​5 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 12/​8 frá­köst, Ægir Þór Stein­ars­son 11/​9 stoðsend­ing­ar, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 9/​4 frá­köst, Coll­in Ant­hony Pryor 8/​4 frá­köst, Arnþór Freyr Guðmunds­son 5, Fil­ip Kra­mer 4/​4 frá­köst.

Frá­köst: 30 í vörn, 2 í sókn.