Deildar og bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti galvöskum Grindvíkingum á sínum heimavelli í kvöld kl 19.15, þetta er fyrsti leikur í átta liða úrslitum , má búast við mikilli skemmtun.

Eins og hefur komið fram áður, þá ætla bikarmeistararnir og deildameistararnir að ná í þriðja titilinn á þessi tímabili, mikið hungur er í að ná þessum titli, miðað við þær yfirlýsingar sem er haft eftir Stjörnumönnum.

Það má búast við hörku leik, því Grindvíkingar rétt sluppu inn í úrslitakeppnina, og ætla örugglega að sýna sig og sanna að þeir geti betur, en á tímabilinu.

Við hjá www.210tv.is hvetjum alla sem eiga þess kost að mæta á leikinn og styðja við Stjörnuliðið, því það er enginn leikur unnin fyrir fram, allt snýst þetta um vinnusemi leikmanna, og ekki síst að stuðningsmenn mæti á leikinn og sýni sinn stuðning í verki á pöllum með hvatningu, það getur gefið liðinu ómældan kraft, og oft á tíðum þetta extra sem vantar uppá til að vinna leiki.

Skíni Stjarnan