Stjörnumenn fóru í Safamýri þegar 18 umferð fór af stað í Olísdeild karla, Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum allan leikinn, byrjuðu leikin af krafti og komust í 3 – 1 og 6 – 2, en þá tóku Framara við sér og minnkuðu muninn í 1 mark, en endasprettur Stjörnumanna gerði það að verkum að þeir voru fjörum mörkum yfir í hálfleik 14 – 10.
Stjörnumenn komu af krafti inn í seinni hálfleikinn, og Fram komst aldrei nær Stjörnunni en þremur mörkum, Stjarnan komst mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik.
Það sem skóp þennan sigur var fyrst og fremst mjög góð vörn og markvarsla, Fram liðið fann engar lausnir á 6 – 0 eða 5 -1 vörn Stjörnunnar, sóknarlega gengu flestir hlutir upp hjá Stjörnunni, Fram átti í basli með 7 á móti 6 sókn Stjörnumanna .
Stjarnan fékk framlag frá mjög mörgum í þessum leik, vörnin var góð , Aron Dagur flottur með 9 mörk, Egill fór í gang í seinni hálfleik og endaði með 6 mörk, en liðssigur fyrst og fremst
9 – Aron Dagur Pálsson
6 – Egill Magnússon
4 / 1 – Ari Magnús Þorgeirsson
3 / 1 – Garðar Benedikt Sigurjónsson
3 – Andri Hjartar Grétarsson
1 – Andri Már Rúnarsson
1 – Sverrir Eyjólfsson
1 – Árni Þór Sigtryggsson
1 – Leó Snær Pétursson
16 – Sveinbjörn Pétursson
Næsti leikur hjá karlaliðinu er á sunnudaginn á móti Gróttu í TM Höllinni kl 19.30