Stjarna varð í gærkveldi deildameistarar í Dominos deild karla, eftir sannfærandi sigur á Haukum, Stjarnan hefur verið langbesta liðið frá því í nóvember, hafa stöðugt bætt sinn leik, unnu 17 leiki í vetur og töpuðu 5. Stjarnan hefur unnið 2 af 3 titlum í vetur, unnu Geysis bikarkeppnina í febrúar s.l og svo deildar meistarar titilinn núna.

Þetta er fyrsti deildar meistaratitillinn hjá félaginu, en félagið hefur unnið 4 bikartitla.

Það sem skilar þessum titli er óbilandi trú leikmanna á eigin getur, og samsetningin á liðinu er í hæsta gæðaflokki, það sem er af vetri, þá hefur Stjörnu liðið spil sem ein heild, ekki dottið í einstaklingframtakið sem oft vill verða hjá góðum liðum.

Eins og hefur komið fram áður þá stefna Stjörnumenn á þann stóra, en úrslitakeppnin byrjar á fimmtudaginn n.k og þá tekur Stjarnan á mót liði í áttunda sætinu sem er Grindavík.

Myndaveislu í boði Evu Bjarkar má sjá hér á síðunni frá leiknum og verðlaunaafhendingunni.