Stjarnan vann góðan sigur á Skallagrími í Mathúsi Garðarbæjar höllinni í gærkvöldi.
Leikurinn fór 72 – 67 og var Veronika Dzhikova stigahæst með 19 stig og Bríet Sif kom þar næst með 14 stig.

Stjarnan byrjaði leikinn vel og leit út fyrir í byrjun leiks að Stjarnan myndi vinna leikinn nokkuð sannfærandi. Það kom annað á daginn þegar Skallagrímsstúlkur söxuðu jafnt og þétt niður forystu Stjörnunnar og voru hálfleikstölur 40 – 36.
Seinni hálfleikur var mjög jafnt og skemmtilegur en Stjörnustúlkur spiluðu vel og náðu að sigla sigrinum í hús.

Stjarnan situr í 3. sæti deildarinnar þegar að það eru þrjár umferðir eftir og er staðan eftirfarandi:

Valur 38
Keflavík 38
Stjarnan 32
KR 30
Snæfell 28
Haukar 16
Skallagrímur 12
Breiðablik 6