Stjarnan hirti TOPPsætið á ný eftir góðan sigur, 91 – 73, gegn Grindavík í Ásgarði í kvöld. 
Með sigrinum er Stjarnan einu skrefi frá deildarmeistaratitlinum en strákarnir geta tryggt sér titilinn gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:15.

Leikurinn í kvöld var leikur kattarins að músinni. Stjarnan byrjaði leikinn vel og sýndu strákarnir frá fyrstu mínútu leiksins mikil gæði og hreinlega léku sér að Grindvíkingum á lokamínútunum.

Gaman var að sjá skiptingarnar í leiknum og fengu margir leikmenn mínútur og var gott framlag frá leikmönnum Stjörnunnar.

Góður sigur staðreynd og hvetjum við alla Stjörnumenn oooog konur til þess að mæta á Ásvelli á fimmtudaginn og hvetja strákana áfram.

Skíni Stjarnan

Stigahæstir í kvöld:
Brandon Rozzell 29/​9 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Coll­in Ant­hony Pryor 11/​6 frá­köst, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 10/​5 frá­köst, Antti Kanervo 10/​4 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 8/​5 frá­köst, Ægir Þór Stein­ars­son 8/​4 frá­köst, Dúi Þór Jóns­son 5, Fil­ip Kra­mer 5, Magnús B. Guðmunds­son 3, Ágúst Ang­an­týs­son 2.