Stjarnan hirti TOPPsætið á ný eftir góðan sigur, 91 – 73, gegn Grindavík í Ásgarði í kvöld.
Með sigrinum er Stjarnan einu skrefi frá deildarmeistaratitlinum en strákarnir geta tryggt sér titilinn gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:15.
Leikurinn í kvöld var leikur kattarins að músinni. Stjarnan byrjaði leikinn vel og sýndu strákarnir frá fyrstu mínútu leiksins mikil gæði og hreinlega léku sér að Grindvíkingum á lokamínútunum.
Gaman var að sjá skiptingarnar í leiknum og fengu margir leikmenn mínútur og var gott framlag frá leikmönnum Stjörnunnar.
Góður sigur staðreynd og hvetjum við alla Stjörnumenn oooog konur til þess að mæta á Ásvelli á fimmtudaginn og hvetja strákana áfram.
Skíni Stjarnan
Stigahæstir í kvöld:
Brandon Rozzell 29/9 fráköst/5 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 11/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 10/5 fráköst, Antti Kanervo 10/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 8/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 8/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 5, Filip Kramer 5, Magnús B. Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 2.